Fiskur frá Vísi hf fyrir keppendur á Ólympíuleikunum
Þorskur frá Vísi hf verður á borðum allra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu. Ákveðið var að MSC vottaður fiskur yrði á boðstólnum á þessum stærsta og umsvifamesta íþróttaviðburði heims og fyrir valinu varð MSC vottaður þorskur frá Vísi hf. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf segir þetta gríðarlega viðurkenningu fyrir fyrirtækið og það starf sem unnið hafi verið hjá fyrirtækinu og staðfesting að fyrirtækið sé á réttri leið í gæðastarfi sínu. Ólympíunefndin ákvað árið 2012 að allur fiskur úr veiðum á villtum fiski skildi vera vottaður samkvæmt Marine Stewardship Council staðli um sjálfbærar og umhverfisvænar fiskveiðar.
Hér með fylgja tenglar á frekara efni um þessa miklu viðurkenningu fyrir Vísi
http://app.shorthand.com/export/437e8083517146f1ab5cf71e036b5343/index.html