Hönnun á heilsudrykknum Öldu vekur athygli
16.09.2016
Hin virta vefsíða um umbúðahönnun, The Dieline, fjallaði í vikunni um heilsudrykkinn Öldu. Þar segir að fáir drykkir séu jafn endurnærandi og ískalt límonaði úr íslensku vatni, og að Alda Iceland taki skrefinu lengra með því að bæta kollageni við. Þá sé hönnun þessa einstaka drykks, sem var í höndum íslenska sjávarklasans, álíka hressandi. Umfjöllun The Dieline í heild sinni má lesa hér.
Alda Iceland er fyrsta vara Codland og var fyrst kynnt á opnu húsi Vísis um sjómannahelgina. Drykkurinn var upphaflega einungis seldur á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík en er nú komin í meiri dreifingu og fæst meðal annars í Nettó og Bláa Lóninu. Nánari upplýsingar um Öldu og sölustaðina má finna á aldaiceland.com.