,,Leiðin liggur vestur með suðurströnd Noregs"
15.01.2020
Áhöfnin frá vinstri talið: Ingibergur Magnússon yfirvélstjóri, Valgeir Sveinsson vélstjóri, Hannes Svavarsson kokkur, Gísli V. Jónsson skipstjóri, Benedikt Páll Jónsson stýrimaður og Willum Andersen vélstjóri og eftirlitsmaður útgerðarinnar á smíðatímanum.
Um hádegisbil í gær lagði nýsmíðin Páll jónsson GK 7 af stað frá höfninni í Gdansk. Að sögn Gísla V. Jónssonar, skipstjóra hefur ferðin gengið vel. ,,Enn er ágætt veður vestan/suðvestan 10-16 m/s. Við erum núna að sigla á milli Danmerkur og Svíþjóðar og eigum stutt eftir í Kattegat. Við verðum komnir fyrir Skagen um kl 4 í nótt. Þá liggur leiðin vestur með suðurströnd Noregs.” Um borð eru Ingibergur Magnússon yfirvélstjóri, Valgeir Sveinsson vélstjóri, Hannes Svavarsson kokkur, Gísli V. Jónsson skipstjóri, Benedikt Páll Jónsson stýrimaður og Willum Andersen vélstjóri og eftirlitsmaður útgerðarinnar á smíðatímanum. Við sendum bestu kveðjur til áhafnarinnar og bíðum spennt eftir komu þeirra.