Stefnur & Gildi
Ábyrgð - Virðing - Framsækni
-
Vottanir
Vísir hefur hlotið MSC-vottun þar sem það uppfyllir kröfur Marine Stewardship Council um rekjanleika sjávarafurða úr sjálfbærum fiskistofnum. Vísir á aðild að Iceland Sustainable Fisheries sem hefur meðal annars fengið vottun á þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og löngu.
-
Ábyrgar veiðar
Vísir leggur mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindirnar. Veiðistefna fyrirtækisins byggir á línuútgerð, rekjanleika og öflugri sóknarstýringu. Rekjanleikinn gefur upplýsingar um framleiðsluferil afurðanna og eru allar afurðir rekjanlegar niður á veiðislóð hvers skips. Með því skipulagi er einnig hægt að stýra bátunum í það hráefni sem hentar hverju sinni miðað við veiðireynslu síðustu ára. Þannig nýtir fyrirtækið best þær aflaheimildir sem það hefur og hámarkar verðmæti þeirra.
-
Jafnlaunastefna
Tilgangur jafnlaunastefnunnar er að tryggja jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla og jöfn tækifæri einstaklinga óháð kyni. Stefnan nær til alls starfsfólks Vísis. Stjórnendur Vísis eru meðvitaðir um að styrkur fyrirtækisins felst í mannauðinum sem í því býr. Vísi ber að nýta til jafns styrkleika karla og kvenna þannig að hæfileikar, kraftur og kunnátta alls mannauðs félagsins njóti sín sem best.
-
Mannauðsstefna
Markmið Vísis með mannauðsstefnu er að bjóða upp á starfsumhverfi og aðstæður sem stuðla að ánægju og vellíðan starfsfólks.
Mannauðsstefna okkar tekur til sex mikilvægra þátta. Þeir eru vellíðan starfsfólks, jöfnuður og fagmennska, samskipsti og upplýsingaflæði, móttaka nýrra starfsmanna, aðbúnaður og öryggi og loks ráðningar og starfslok. Fyrir hvern þátt höfum við sett okkur eftirfarandi markmið og leiðir til að ná þeim.
-
Öryggisstefna
Vísir ber ábyrgð á að koma á skipulegu vinnuverndarstarfi sem tekur til fyrirtækisins í heild og allra vinnuaðstæðna sem geta haft áhrif á öryggi og heilsu starfsmanna. Starfsmenn eiga að taka þátt í samstarfi um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustaðnum.
-
Covid-19
Fiskvinnsla á Íslandi hefur fengið undanþágu frá auglýsingu nr. 243/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsótta, þar sem hún telst efnahagslega mikilvæg eining. Vísir hefur getað starfað áfram á grundvelli þessarar undanþágu sem er þó háð ákveðnum skilyrðum. Hér eru helstu atriði sem Vísir er að gera til að standast skilyrði undanþágunnar.