COVID-19

Fiskvinnsla á Íslandi hefur fengið undanþágu frá auglýsingu nr. 243/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsótta, þar sem hún telst efnahagslega mikilvæg eining. Vísir hefur getað starfað áfram á grundvelli þessarar undanþágu sem er þó háð ákveðnum skilyrðum. Hér eru helstu atriði sem Vísir er að gera til að standast skilyrði undanþágunnar:

  • Enginn samgangur er á milli starfsstöðva og heimsóknir eru bannaðar
  • Starfsfólki innan hverrar starfsstöðvar hefur verið skipt í hópa (að hámarki 20 í hóp)
  • Bara einn hópur fer saman í kaffi/mat
  • Dagleg þrif hafa verið aukin og sameiginleg rými eru sótthreinsuð á milli hópa
  • Fjarlægð milli starfsmanna er a.m.k. 2 metrar og þar sem því verður ekki við komið er notaður hlífðarfatnaður (plastsvuntur, hanskar og hlífðargrímur)
  • Ítreka mikilvægi handþvottar og hafa spritt aðgengilegt
  • Ítreka mikilvægi þess að enginn komi til vinnu með flensueinkenni

 

Vinnureglur Vísis í sambandi við undanþáguna má finna hér: Vinnureglur