Vísir er með bás á sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Brussel
07.05.2019
Vísir er með bás á sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global sem haldin er núna á dögunum 7-9 maí. Þetta er í 27 sinn sem hún er haldin og í 14 sinn sem Vísir er með bás á sýningunni. Básinn verður með öðru sniði í ár og þemað eru þær tæknibreytingar sem hafa orðið hjá fyrirtækinu sem ýta undir samfellt vinnsluferli, frá veiðum til endanlegra afurða með áherslu á ferskleika og hágæða afurðir. Hægt verður að skyggnast inn í framleiðsluferlið á skjánum.
Við hvetjum alla sem eiga leið hjá að koma við á básnum okkar og sjá hvað Vísir hefur upp á að bjóða