Björgunaræfing hjá áhöfn Jóhönnu Gísladóttur GK 557
04.09.2020
Reglulegar öryggisæfingar eru liður í skipulögðu vinnuverndarstarfi Vísis og mikilvægur hluti af öryggisstefnu fyrirtækisins. Öryggismál starfsmanna eru ávallt í fyrirrúmi og stefnt er að slysalausu vinnuumhverfi með því að tryggja virka þátttöku og stuðning stjórnenda og starfsmanna.
Þriðjudaginn 18. ágúst fór fram verkleg björgunaræfing hjá skipverjum á Jóhönnu Gísladóttur. Skipið var á landleið á Austfjarðamiðum á leið til Djúpavogs þegar framkvæmdar voru tvær æfingar í sjó og með björgun um borð í léttabát. Samkvæmt Ágústi Ingólfssyni, öryggisstjóra Vísis, gekk æfingin vel og áhöfnin fékk blíðskaparveður. Markmið æfinga sem þessara er að auka öryggi og gera áhöfnina færari til að bregðast við ef neyðarástand skapast.