Bleikur dagurinn
23.10.2024
Haldið var upp á dag bleiku slaufunnar í kaffinu í gær. Boðið var upp á bleikar kökur frá Hérastubbi, bakaríinu okkar góða í Grindavík. Í byrjun kaffitímans var konunum gefið hálsmen bleiku slaufunnar til styrktar Krabbameinsfélags Íslands.
Það er alltaf gott og gaman að sjá hversu margir starfsmenn mæta í bleiku á þessum degi til að vekja athygli og sýna samstöðu með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein.