Jólaball Vísis 2024
17.12.2024
Jólaball Vísis var haldið hátíðlegt um helgina, þriðja sunnudag í aðventu.
Jólaballið er árlegur liður hjá okkur í Vísi og ávallt verið haldið í salnum okkar í Vísi. Vegna aðstæðna í fyrra var jólaballið haldið í félagsheimili Fálks í Víðidal og því vorum við afar glöð að geta haldið jólaballið í salnum okkar heima í Grindavík á ný.
Vel var mætt og krakkarnir skemmtu sér vel. Guðbrandur Einarsson sem hefur verið okkur innan handar í mörg ár spilaði undir söng og dansi. Jólasveinarnir Stúfur og Þvörusleikir, sem mætti beint af næturvaktinni létu sig ekki vanta. Þeir dönsuðu með krökkunum og færðu þeim glaðning úr pokanum sínum. Við þökkum starfsmönnum og fjölskyldum fyrir góða samverustund.