Sighvatur GK 57 bauð gestum Sjóarans síkáta í skemmtisiglingu
03.06.2019
Sighvatur GK 57 bátur Vísis og Sturla GK 12 bátur Þorbjarnar buðu gestum hátíðarinnar í hina árlegu skemmtisiglingu um Sjómannahelgina. Gaman var að sjá hversu mikill fjöldi mætti um borð en er þetta einn af viðburðunum í dagskrá Sjóarans síkáta.