Vísir með jafnlaunavottun
Þann 13. mars síðastliðinn fékk Vísir hf. jafnlaunavottun. Undirbúningur að jafnlaunakerfi fyrirtækisins hófst árið 2018, í lok árs 2019 var sótt um vottun og úttektin fór fram í febrúar 2020. Vegna kórónuveirufaraldursins kom vottorðið ekki í hús fyrr en í lok maí og við það tækifæri sagði framkvæmdastjóri Vísis, Pétur Hafsteinn Pálsson: „Að baki vottuninni liggur mikil vinna sem margir hafa komið að enda jafnrétti kynjanna mikilvægt málefni og eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er virkilega ánægjulegt að vera komin með jafnlaunavottun, þetta er stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.“
Meðfylgjandi mynd sýnir Davíð Lúðvíksson úttektaraðila frá Vottun hf. afhenda Erlu Ósk Pétursdóttur, mannauðsstjóra Vísis, vottorðið góða.