Hátíðlegur hádegisverður í tilefni Sjómannadagsins

Í tilefni Sjómannadagsins var sjómönnum okkar boðið í hátíðlegan hádegisverð á Bryggjunni á föstudaginn.

 

Kjartan Steingrímsson, Kristinn Þórarinsson og Sævar Sigurhansson voru þar heiðraðir fyrir langt og gott starf hjá Vísi og leystir út með gjöfum. Allir hafa þeir starfað lengi hjá fyrirtækinu og luku starfsferli sínum saman á Jóhönnu Gísladóttur GK 357. Við þökkum þeim gott samstarf í gegnum tíðina og óskum þeim alls hins besta.

 

Einnig var skrifað undir nýjan samning um öryggismál við Gísla Níls Einarsson. Samningurinn er til þriggja ára og helsta markmið hans að tryggja enn betur öryggi starfsmanna á sjó og í landi. Tryggt verður að öryggisstjórnunarkerfi Vísis uppfylli ISM-staðal og  öryggisstjórnunarstaðalinn ISO 45001.

Með þessu skrefi ásetur Vísir hf. sér að verða ein fremsta útgerð á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi í öryggisstjórnun, öryggismenningu og nýsköpun öryggismála í starfsemi sinni til sjós og lands.