Ice Cold Catch eru nú aðgengilegir á Íslandi
05.01.2023
Þættirnir Ice Cold Catch eru nú aðgengilegir á stöð 2.
Íslenskar línuveiðar eru í aðalhlutverki í þáttunum sem teknir voru upp um borð í Páli Jónssyni GK og Valdimari GK síðasta vetur.
Tökur stóðu yfir í um fjóra mánuði og eru þættirnir 13 í heildina.
Fylgst er með Greg Jones frá Bandaríkjunum og Caitlin Krause frá Bretlandi láta reyna á sjómennsku auk þess sem okkar menn um borð láta ljós sitt skína í þáttunum.