Íslenskukennsla

Í síðustu viku voru pólskir starfsmenn Vísis á íslenskunámskeiði, en gott var að geta nýtt tímann áður en nýja frystihúsið fer í gang.

Við heyrðum í Sveindísi Valdimarsdóttur hjá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum sem sá um kennsluna :

,,Þetta var bara með skemmtilegri hópum sem við Katarzyna höfum unnið með. Það var gott að koma til ykkar í Grindavík því þau voru svo áhugasöm og virkilega elskuleg í alla staði. Sum eru búin að læra heilmikið nú þegar og önnur eru að byrja en öll eru þau jafn ákveðin að læra meira í íslensku. Nokkuð stór hluti af þeim hefur áhuga að læra meira og eru nú þegar yfir 10 búnir að skrá sig í áframhaldandi íslenskunám hjá okkur í MSS.“

Við tökum undir með Sveindísi og erum sammála um hvað hópurinn er áhugasamur og flottur – nú þurfum við íslendingarnir/samstarfsmenn að sýna þeim tillitsemi og tala íslenskuna aðeins hægar og grípa ekki endilega til enskunnar :)
Sýnum þeim stuðning við að nota íslenskuna.


Meðfylgjandi mynd var tekin í upphafi námskeiðsins sem hófst með stöðumati