Nýr Páll Jónsson GK kominn á flot
Á myndunum má sjá nýja Pál Jónsson GK kominn á flot fyrr í vikunni. Nýja skipið er sérhannað til línuveiða, er 45 metra langt og 10,5 metrar að breidd. Þrjú þilför eru á því og er það búið Catepillar aðalvél. Skipið tekur um 420 kör í lest og eru fjórtán eins manns klefar í skipinu. Línubáturinn er til smíða hjá Alkor-skipasmíðastöðinni í Póllandi sem hefur áður sinnt ýmsum verkefnum fyrir Vísi á endurnýjun skipa fyrirtækisins en þetta er fyrsta nýsmíði fyrirtækisins á skipi af þessari stærðargráðu. Að sögn Péturs H. Pálssoar, fram-kvæmdastjóra, hefur smíði skipsins gengið vel. Sömuleiðis samskiptin við skipasmíðastöðina sem áður hefur unnið ýmis verkefni fyrir Vísi við endurnýjun á skipum fyrirtækisins. Nýr Páll Jónsson GK leysir af hólmi eldra skip með sama nafni.