Nýtt Öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip í prufun um borð á Páli Jónssyni GK-007
01.03.2023
Nýtt Öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip í prufun um borð á Páli Jónssyni GK-007
Alda er gagnadrifið öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip sem hefur verið í þróun með sjómönnum og skipstjórnendum hjá Vísi í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Alda öryggi ehf. Tilgangur Öldu er að nútímavæða öryggisstjórnun til sjós með nýsköpun og stafrænum lausnum í samvinnu við íslenska sjómenn, útgerðir og sjávarútveg.
Sjómenn okkar um borð í Páli Jónssyni byrjuðu nú í febrúar að prufukeyra frumgerð öryggisstjórnunarkerfisins í formi snjallsímaforrits eða með öðrum orðum appi. Þessi notendaprófun mun standa yfir í 3 mánuði og áframhaldandi þróun á kerfinu tekur mið af upplifun þeirra og ábendingum hvað betur má fara. Tvær aðrar útgerðir munu bætast við í notendaprófanirnar, Gjögur núna í mars og Skinney-Þinganes í apríl.
Það verður spennandi á næstu vikum að fylgjast með notendaprufunum sjómanna okkar og þeirra upplifun á notkun Öldu. Benedikt Páll Jónsson, skipstjóri á Páli segir fyrstu prófanir lofa góður og er spenntur fyrir áframhaldandi notendaprufunum sjómanna um borð í Páli.