Vísir endurnýjaði samstarfssamning við Golfklúbb Grindavíkur í gær.
04.03.2021
Á myndinni má sjá Pétur Pálsson, framkvæmdastjóra Vísi hf, og Sverri Auðunsson, framkvæmdastjóra GG.
Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, og Sverrir Auðunsson, formaður Golfklúbbs Grindavíkur, skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning. Á síðustu árum hefur mikill metnaður verið lagður í að bæta golfvöllinn og er nú boðið upp á frábæran 18 holu golfvöll. Húsatóftavöllur hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og á síðasta ári var sett met í fjölda nýrra iðkenda í klúbbnum.
Stefnt er á að halda Texas Scramble golfmót fyrir starfsmenn í sumar á þessum góða heimavelli okkar og við hlökkum til áframhaldandi uppbyggingar og samstarfs við klúbbinn.