Fréttir

Íslenskt hugvit, framleiðsla og þekking í Vísi

Frystihús Vísis eru í forgrunni í nýju myndbandi SFS. Í myndbandinu er viðtal við framkvæmdastjóra Vísis og starfsmenn Marel, en fyrirtækin hafa unnið náið saman að þróun og útfærslu tækjabúnaðar í frystihúsinu. Samstarf sjávarútvegsfyrirtækja og tæknifyrirtækja á Íslandi er og hefur verið mikið enda beggja hagur að vel takist til. Nú er svo komið að nánast allur vinnslubúnaður í frystihúsinu er íslenskt hugvit og framleiðsla, byggð á íslenskri þekkingu. Myndbandið má nálgast hér: https://youtu.be/g3-0kKOOJ3E
Lesa meira

Hönnun á heilsudrykknum Öldu vekur athygli

Hin virta vefsíða um umbúðahönnun, The Dieline, fjallaði í vikunni um heilsudrykkinn Öldu. Þar segir að fáir drykkir séu jafn endurnærandi og ískalt límonaði úr íslensku vatni, og að Alda Iceland taki skrefinu lengra með því að bæta kollageni við. Þá sé hönnun þessa einstaka drykks, sem var í höndum íslenska sjávarklasans, álíka hressandi. Umfjöllun The Dieline í heild sinni má lesa hér. Alda Iceland er fyrsta vara Codland og var fyrst kynnt á opnu húsi Vísis um sjómannahelgina. Drykkurinn var upphaflega einungis seldur á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík en er nú komin í meiri dreifingu og fæst meðal annars í Nettó og Bláa Lóninu. Nánari upplýsingar um Öldu og sölustaðina má finna á aldaiceland.co.
Lesa meira

Bloomberg fjallar um Vísi

Bandaríski fréttarisinn Bloomberg heimsótti Vísi í sumar og gerði um það athyglisverða frétt sem það birti í miðlum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var notkun Vísis á Flexicut skurðarvél frá Marel, en vélin er tímamótalausn sem finnur beingarðinn í fiskinum, fjarlægir af mikilli nákvæmni og sker í bita. Vísir hefur verið í nánu samstarfi við Marel vegna Flexicut vélanna en hún færir hátækni beint í hjarta fiskvinnslunnar, eins og Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, orðaði það. Frétt Bloomberg má sjá hér að neðan http://www.bloomberg.com/news/articles/2016-06-20/marel-s-fish-slicing-robot-fillets-by-algorithm
Lesa meira

Fiskur frá Vísi hf fyrir keppendur á Ólympíuleikunum

Þorskur frá Vísi hf verður á borðum allra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu. Ákveðið var að MSC vottaður fiskur yrði á boðstólnum á þessum stærsta og umsvifamesta íþróttaviðburði heims og fyrir valinu varð MSC vottaður þorskur frá Vísi hf. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf segir þetta gríðarlega viðurkenningu fyrir fyrirtækið og það starf sem unnið hafi verið hjá fyrirtækinu og staðfesting að fyrirtækið sé á réttri leið í gæðastarfi sínu. Ólympíunefndin ákvað árið 2012 að allur fiskur úr veiðum á villtum fiski skildi vera vottaður samkvæmt Marine Stewardship Council staðli um sjálfbærar og umhverfisvænar fiskveiðar.
Lesa meira

Opið hús hjá Vísi um helgina

Fjöldi fólks lagði leið sína á opið hús hjá Vísi um helgina. Gestir og gangandi kynntu sér hátækni fiskvinnslunnar á gagnvirkum skjám og smökkuðu nýja drykkinn hjá Codland, collagen límonaðið Öldu, undir ljúfum tónum Margrétar Pálsdóttur og Ársæls Mássonar og gesta. Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna!
Lesa meira

Til hamingju með daginn

Við óskum sjómönnum, landverkafólki og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn
Lesa meira

Opið hús um sjómannahelgina

Vísir mun kynna nýsköpun og hátækni á vegum fyrirtækisins á opnu húsi að Miðgarði 3 um sjómannahelgina. Opið laugardag og sunnudag frá kl 14-17. Allir velkomnir og þá sérstaklega þeir sem áhuga hafa á verkfræði, tækni og nýsköpun í matvælaþróun og vinnslu.
Lesa meira

Hópefli

Starfsfólk Vísis eyddi síðasta föstudegi í hópefli. Umsjón með því hafði fyrirtækið ProEvents. Dagurinn tókst vel og endaði með mat og dansi um kvöldið. Myndirnar segja allt sem segja þarf.
Lesa meira

Vísir hf á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Líkt og undanfarin ár tekur Vísir þátt í stærstu sjávarútvegssýningu heims, Seafood Expo Global, sem haldin er í Brussel 26 - 28 apríl.
Lesa meira

Tilkynning - Sameiginleg orlofstaka

Vísir hf (Útgerð) tekur sameiginlegt orlof í júlí 2016. Athugið að ekki verður greidd kauptrygging í júlí.
Lesa meira