18.01.2021
Sighvatur GK varð aflahæstur, með 4396.2 tonn og 88.4 tonn af meðafla úr 43 löndunum á árinu 2020
Lesa meira
16.01.2021
Algirdas Kazulis gæðastjóri var í skemmtilegu viðtali hjá Fisktækniskólanum.
Lesa meira
02.12.2020
Þar sem ekki var hægt að halda jólahlaðborð Vísis í ár var ákveðið að bjóða starfsfólki upp á rafræna skemmtun síðastliðið föstudagskvöld.
Lesa meira
20.11.2020
Áframhaldandi vöruþróunarsamstarf við Marel hefur gengið vonum framar á árinu 2020. Nýir pökkunarróbótar voru settir upp fyrr á árinu. Nú í nóvember var tveimur eldri róbótum skipt út fyrir nýja og eru þeir þá samtals fimm róbótar í vinnslunni.
Lesa meira
10.11.2020
Samtök atvinnulífsins tóku viðtal við Pétur Pálsson framkvæmdastjóra Vísis á dögunum í tengslum við nýja vefsíðu samtakanna, Holdumafram.is.
Lesa meira
23.10.2020
Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa markað sér stefnu í samfélagsábyrgð sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Með undirritun samþykkja fyrirtækin að innleiða stefnuna í rekstur sinn og reglulega verður metið hvernig fyrirtækjum tekst upp í þeirri vinnu.
Lesa meira
19.10.2020
Hingað til hefur tekist vel að halda uppi smitvörnum í fyrirtækinu og þökkum við það fyrst og fremst starfsfólki okkar. Óvenjulegar aðstæður sem þessar kalla á miklar breytingar á starfsháttum.
Lesa meira
04.09.2020
Reglulegar öryggisæfingar eru liður í skipulögðu vinnuverndarstarfi Vísis
Lesa meira
12.06.2020
Þann 13. mars síðastliðinn fékk Vísir hf. jafnlaunavottun. Undirbúningur að jafnlaunakerfi fyrirtækisins hófst árið 2018, í lok árs 2019 var sótt um vottun og úttektin fór fram í febrúar 2020. Vegna kórónuveirufaraldursins kom vottorðið ekki í hús fyrr en í lok maí og við það tækifæri sagði framkvæmdastjóri Vísis, Pétur Hafsteinn Pálsson: „Að baki vottuninni liggur mikil vinna sem margir hafa komið að enda jafnrétti kynjanna mikilvægt málefni og eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er virkilega ánægjulegt að vera komin með jafnlaunavottun, þetta er stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.“ Meðfylgjandi mynd sýnir Davíð Lúðvíksson úttektaraðila frá Vottun hf. afhenda Erlu Ósk Pétursdóttur, mannauðsstjóra Vísis, vottorðið góða.
Lesa meira
07.06.2020
Vísir hf. óskar sjómönnum, fiskverkafólki og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Lesa meira