Fréttir

Vinnureglur Vísis vegna undanþágu

Fiskvinnsla á Íslandi hefur fengið undanþágu frá auglýsingu nr. 243/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsótta, þar sem hún telst efnahagslega mikilvæg eining. Vísir hefur getað starfað áfram á grundvelli þessarar undanþágu sem er þó háð ákveðnum skilyrðum. Hér eru helstu atriði sem Vísir er að gera til að standast skilyrði undanþágunnar: • Enginn samgangur er á milli starfsstöðva og heimsóknir eru bannaðar • Starfsfólki innan hverrar starfsstöðvar hefur verið skipt í hópa (að hámarki 20 í hóp) • Bara einn hópur fer saman í kaffi/mat • Dagleg þrif hafa verið aukin og sameiginleg rými eru sótthreinsuð á milli hópa • Fjarlægð milli starfsmanna er a.m.k. 2 metrar og þar sem því verður ekki við komið er notaður hlífðarfatnaður (plastsvuntur, hanskar og hlífðargrímur) • Ítreka mikilvægi handþvottar og hafa spritt aðgengilegt • Ítreka mikilvægi þess að enginn komi til vinnu með flensueinkenni Ítarlegri útlistun og vinnureglur Vísis í sambandi við undanþáguna má finna hér.
Lesa meira

Engar heimsóknir vegna kórónuveirunnar

Vísir hf. hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að leyfa engar heimsóknir í starfsstöðvar fyrirtækisins um óákveðinn tíma vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá hefur starfsfólk verið hvatt til þess að draga úr ferðalögum eins og kostur er og sleppa alfarið ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða þar sem faraldurinn geisar og smit er talið útbreitt. Er þetta gert í samræmi við tilmæli Embættis landlæknis.
Lesa meira

Fjölmennt á bryggjunni við komu nýja Páls Jónssonar GK 7

Lesa meira

Gestum og gangandi boðið að skoða nýja Pál Jónsson í dag

Lesa meira

Eigendur Vísis hf og Þorbjarnar hf halda samstarfi áfram

Viðræður um mögulega sameiningu sem hófust sl. haust hefur formlega verið hætt hjá eigendum Vísis hf og Þorbjarnar hf. en ákveðið hefur verið að halda áfram góðu samstarfi fyrirtækjanna tveggja. Fjölmargir vinnuhópar voru skipaðir til að skoða alla snertifleti og hafa þeir nú skilað inn tillögum sínum. Eftir yfirferð þeirra er niðurstaðan sú að fara ekki með sameiningarmál lengra að sinni, en halda þess í stað góðu samstarfi Þorbjarnar hf. og Vísis hf. áfram og nýta niðurstöðu vinnuhópanna til að styrkja það samstarf enn frekar. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu nú, telja eigendur fyrirtækjanna tveggja að hún útiloki ekki aðra möguleika í framtíðinni. Vísir og Þorbjörn eru rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, svipuð að stærð og hafa í gegnum árin unnið talsvert saman. Eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi. Vel yfir 600 manns vinna hjá fyrirtækjunum tveimur sem samanlagt hafa um 44.000 tonn af aflaheimildum og er ljóst að gott samstarf mun gagnast fyrirtækjunum vel og auka sóknartækifæri þeirra á erlendri grundu.
Lesa meira

,,Leiðin liggur vestur með suðurströnd Noregs"

Um hádegisbil í gær lagði nýsmíðin Páll jónsson GK 7 af stað frá höfninni í Gdansk. Að sögn Gísla V. Jónssonar, skipstjóra hefur ferðin gengið vel. ,,Enn er ágætt veður vestan/suðvestan 10-16 m/s. Við erum núna að sigla á milli Danmerkur og Svíþjóðar og eigum stutt eftir í Kattegat. Við verðum komnir fyrir Skagen um kl 4 í nótt. Þá liggur leiðin vestur með suðurströnd Noregs.” Um borð eru Ingibergur Magnússon yfirvélstjóri, Valgeir Sveinsson vélstjóri, Hannes Svavarsson kokkur, Gísli V. Jónsson skipstjóri, Benedikt Páll Jónsson stýrimaður og Willum Andersen vélstjóri og eftirlitsmaður útgerðarinnar á smíðatímanum. Við sendum bestu kveðjur til áhafnarinnar og bíðum spennt eftir komu þeirra.
Lesa meira

Landfestar leystar á nýjum Páli Jónssyni í dag!

Í dag voru landfestar leystar á nýjum Páli Jónssyni í Gdansk og ferðinni heitið í hans fyrstu siglingu yfir hafið til heimahafnar í Grindavík. Áætlaður siglingartími veltur á veðurskilyrðum en búist er við að það taki skipið um 5-7 daga. Væntanlegur komutími til Grindavíkur er þá á milli næstkomandi sunnudags og þriðjudags en upplýst verður um nánari dagsetningu þegar nær dregur. Þetta er stór stund í sögu fyrirtækisins og mikil eftirvænting ríkir eftir komu skipsins. Hægt er að fylgjast með siglingunni á linknum hér að neðan. https://www.marinetraffic.com/en/ais/details/ships/shipid:5981536/mmsi:251372000/imo:9847827/vessel:PALL_JONSSON/_:2cc9765e2a2d87f2827084e9d8fd9f1a
Lesa meira

Gleðileg jól !

Við sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og áramótakveðjur. Jólin hafa hægt og rólega byrjað að minna á sig í Vísi síðustu vikur. Hið árlega jólaball Vísis var haldið fyrir börnin á þriðja sunnudegi í aðventu þar sem Guðbrandur Einarsson spilaði fyrir söng og dansi líkt og síðustu ár. Síðasta fimmtudag var svo jólaþema og margir starfsmenn mættu í jólapeysum og með fylgihluti. Ath. Skrifstofan verður lokuð milli jóla og nýárs og lágmarksstarfssemi haldið úti í húsinu.
Lesa meira

Skrifstofan verður lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofan verður lokuð milli jóla og nýárs en lágmarksstarfsemi verður haldið úti í húsinu svo starfsmenn geti notið hátíðarinnar með fjölskyldum sínum. Við óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á liðnu ári.
Lesa meira

Nýsmíðin Páll Jónsson afhent eigendum við formlega athöfn í Gdansk í dag.

Nýsmíðin Páll Jónsson var formlega skírt og afhent eigendum við hátíðlega athöfn í Gdansk í dag þar sem eigendur, starfsmenn og fleiri voru komnir saman til að fagna og skoða nýja skipið. Eins og fyrr hefur verið sagt er þetta fyrsta nýsmíðin af þessarri stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis og við fyrstu sýn eru eigendur ánægðir með hvernig tókst til. Skipið er nefnt eftir föður Páls Hreins Pálsonar, aðalstofnanda Vísis, eða eins og flestir þekktu hann, sem Palli í Vísi. Þegar skipi er gefið nafn er sá vani á að slengja kampavínsflösku utan í kinnung þess svo úr freyði. Svanhvít Daðey Pálsdóttir, ein af systkinunum og eigendunum fékk titilinn guðmóðir skipsins og hjó hún á snúruna svo kampavínsflaskan small í og minnst var Alberts Sigurjónssonar, eiginmanns hennar sem lést í maí eftir harða baráttu við krabbamein og skyldi eftir stórt skarð í hjarta fyrirtækisins. Næst á dagskrá er að sigla skipinu í heimahöfn og mun skipið styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hráefni.
Lesa meira